Hermann þóttist vera frá Suður-Afríku til að geta tekið þátt í gleðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2018 21:45 Hermann Hreiðarsson í leik með Charlton á sínum tíma. Hér í baráttunni við Nolberto Solano. Vísir/EPA Um 95 prósent tekna FIFA á árunum 2014 til 2018 verða vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Sé leiðrétt fyrir falli rúblunnar er kostnaður vegna leikvanga mótsins kominn 150 prósent fram úr áætlunum. Eitthvað sem er regla þegar kemur að heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra Íslandsbanka, á kynningarfundi í höfuðstöðvum bankans á dögunum. Björn kynnti þar skýrslu sína um fjármál HM 2018 (PDF) þar sem Íslendingar verða í fyrsta skipti á meðal þátttökuþjóða. Björn kynnti ýmsar forvitnilegar staðreyndir varðandi HM, meðal annars þá að keppnin felur í sér gríðarlegan kostnað fyrir gestgjafann hverju sinni en á sama tíma græðir FIFA á tá og fingri. Upphæðirnar eru svo háar að óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvort ekki væri hægt að nýta peningana í mikilvægari málstað. Guðmundur Benediktsson íþróttalýsandi og Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, ræddu málin við Björn og var komið víða við. Meðal annars rifjaði Hermann upp þegar hann skellti sér á barinn með félögum sínum úr Charlton, Shaun Bartlett og Mark Fish, þegar tilkynna átti hvaða þjóð myndi halda HM 2010. Svo fór að Suður-Afríka tryggði sér keppnina og ætlaði allt um koll að keyra hjá þeim Fish, Bartlett og Hermanni sem segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að þykjast vera frá Suður-Afríku. Gleðin hafi verið svo mikil að það mætti halda að Suður-Afíka hefði orðið heimsmeistari.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Um 95 prósent tekna FIFA á árunum 2014 til 2018 verða vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Sé leiðrétt fyrir falli rúblunnar er kostnaður vegna leikvanga mótsins kominn 150 prósent fram úr áætlunum. Eitthvað sem er regla þegar kemur að heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra Íslandsbanka, á kynningarfundi í höfuðstöðvum bankans á dögunum. Björn kynnti þar skýrslu sína um fjármál HM 2018 (PDF) þar sem Íslendingar verða í fyrsta skipti á meðal þátttökuþjóða. Björn kynnti ýmsar forvitnilegar staðreyndir varðandi HM, meðal annars þá að keppnin felur í sér gríðarlegan kostnað fyrir gestgjafann hverju sinni en á sama tíma græðir FIFA á tá og fingri. Upphæðirnar eru svo háar að óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvort ekki væri hægt að nýta peningana í mikilvægari málstað. Guðmundur Benediktsson íþróttalýsandi og Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, ræddu málin við Björn og var komið víða við. Meðal annars rifjaði Hermann upp þegar hann skellti sér á barinn með félögum sínum úr Charlton, Shaun Bartlett og Mark Fish, þegar tilkynna átti hvaða þjóð myndi halda HM 2010. Svo fór að Suður-Afríka tryggði sér keppnina og ætlaði allt um koll að keyra hjá þeim Fish, Bartlett og Hermanni sem segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að þykjast vera frá Suður-Afríku. Gleðin hafi verið svo mikil að það mætti halda að Suður-Afíka hefði orðið heimsmeistari.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira