Áskoranir í persónuvernd– er þitt sveitarfélag tilbúið? Telma Halldórsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun