Frítt í strætó Ingvar Mar Jónsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar