Klámfengnu efni sérstaklega beint að börnum á YouTube Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. maí 2018 08:17 Á þetta myndband með Elsu og Spiderman hefur verið horft oftar en fjórum milljón sinnum. Skjáskot Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira