Klámfengnu efni sérstaklega beint að börnum á YouTube Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. maí 2018 08:17 Á þetta myndband með Elsu og Spiderman hefur verið horft oftar en fjórum milljón sinnum. Skjáskot Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira