(V) fyrir veganvæna Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 25. maí 2018 10:00 Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar