Ef ekki nú, hvenær þá? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar 25. maí 2018 22:56 Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun