Lýðræði í miðaldrakrísu Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun