Lifi náttúruverndin Óttar Guðmundsson skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar