Skoðun

Burt með millastéttina

Hjördís Björg Kistinsdóttir skrifar
Að hafa millistétt ætti að vera hverju þjóðfélagi nauðsyn, samt er það svo að sum þjóðfélög vilja þurrka hana út.  Íslenska þjóðfélagið hefur um árabil unnið að því leynt og ljóst að þurrka út sína millistétt, og hefur orðið vel ágengt að koma henni fyrir kattanef.  Hvers vegna má ekki vera til millistétt?  Góð spurning, en yfirstéttinni er meinilla við þessa millistétt, sem er alltaf að tjá sig um málefni sem koma þeim ríku illa. 

Ef engin millistétt, þá er auðveldara fyrir yfirstéttina að skara eld að sínum eigin kjötkötlum.  Ekki fer lágstétt sem er að mestu leiti fátækt fólk, jafnvel öreigar að setja sig á háan hest, hefur hvorki getu né afl til þess, það segir sagan okkur. Þeir sem teljast til öreiga hafa nóg með að vinna myrkra á  milli til að hafa mat á sinn disk, ef einhverja vinnu er fyrir þá að hafa.  Við getum skoðað Frönsku byltinguna sem samnefnara fyrir þessar staðreyndir mínar.

Hér á landi er aðeins einn flokkur sem vill hjálpa þeim sem búa við sára fátækt og það er Flokkur fólksins. 

Ef þeir fátæku geta risið upp, þá er einnig komið sterkara afl til að stíga fram og sameinast þeim fáu sem enn teljast til millistéttar í þessu þjóðfélagi okkar.  Þetta er það sem þeir ríku óttast einna mest og því vilja þeir viðhalda fátækt, það er ekki flóknara en svo, kæri kjósandi.

Fólkið fyrst, er baráttumál Flokks fólksins. Mættu því á kjörstað á morgun 26.maí 2018 og settu XF í kjörkassann.

Fókið fyrst - Flokkur fólksins

Höfundur er í sjöunda sæti á lista Flokks fólksins í Reykavíks




Skoðun

Sjá meira


×