Píratar og eldri borgarar - fullkomin samleið Rannveig Ernudóttir skrifar 26. maí 2018 13:30 Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar