Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2018 17:07 Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni. Vísir Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag. Áfengi og tóbak Costco Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag.
Áfengi og tóbak Costco Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira