Tíndu flöskur og söfnuðu klinki til að eiga fyrir mat Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2018 20:30 Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær. Kosningar 2018 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær.
Kosningar 2018 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira