Tíndu flöskur og söfnuðu klinki til að eiga fyrir mat Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2018 20:30 Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær. Kosningar 2018 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær.
Kosningar 2018 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira