Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 23:18 Opinberar yfirlýsingar Giuliani hafa oft þótt undarlegar. Nú virðist hann viðurkenna að ásakanir Trump um njósnir séu almannatengslaherferð. Vísir/AFP Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43