Blekkingarleikur formanns VR Gylfi Arnbjörnsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlínis eru rangar og stjórnarmenn þannig blekktir með ósannindum. Um það gerði formaður VR sig sekan þegar hann fékk stjórn sína til að samþykkja tillögu um vantraust á forseta ASÍ. Í tölvupósti formannsins til stjórnarinnar sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum.“ Þarna vísar hann til tölvupósts sem ég sendi miðstjórn ASÍ nýlega um fyrirhugaðan fund með ríkisstjórninni þar sem ég hugðist kynna stjórnvöldum viðhorf ASÍ til fyrirliggjandi skattahugmynda. Þar sagði ég m.a.: „Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. ... Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð. Blekkingarleikur formanns VR, í þeim tilgangi að fá stjórn stærsta aðildarfélags ASÍ til að samþykkja vantraust á forseta ASÍ, er grafalvarlegur og gróf aðför að þeirri samstöðu sem verið hefur helsti styrkur verkalýðshreyfingarinnar í meira en hundrað ár. Tölvupóst minn til miðstjórnar ASÍ hef ég sent í fullri lengd til stjórnarmanna VR og birt sömuleiðis á vef ASÍ.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gylfi Arnbjörnsson Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlínis eru rangar og stjórnarmenn þannig blekktir með ósannindum. Um það gerði formaður VR sig sekan þegar hann fékk stjórn sína til að samþykkja tillögu um vantraust á forseta ASÍ. Í tölvupósti formannsins til stjórnarinnar sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum.“ Þarna vísar hann til tölvupósts sem ég sendi miðstjórn ASÍ nýlega um fyrirhugaðan fund með ríkisstjórninni þar sem ég hugðist kynna stjórnvöldum viðhorf ASÍ til fyrirliggjandi skattahugmynda. Þar sagði ég m.a.: „Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. ... Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð. Blekkingarleikur formanns VR, í þeim tilgangi að fá stjórn stærsta aðildarfélags ASÍ til að samþykkja vantraust á forseta ASÍ, er grafalvarlegur og gróf aðför að þeirri samstöðu sem verið hefur helsti styrkur verkalýðshreyfingarinnar í meira en hundrað ár. Tölvupóst minn til miðstjórnar ASÍ hef ég sent í fullri lengd til stjórnarmanna VR og birt sömuleiðis á vef ASÍ.Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar