Dúx Tækniskólans með 9,92 í meðaleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2018 09:59 F.v. Jón B. Stefánsson (skólameistari), Björk Marie Villacorta (semidúx), Erla Þórðardóttir (dúx) og Guðrún Randalín Lárusdóttir (aðstoðarskólameistari). Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum. Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum.
Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira