Hetjudáðir og hugrekki Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. maí 2018 06:00 Mamoudou Gassama hefur verið kallaður Le Spiderman eftir ótrúlegt björgunarafrek sitt. Vísir/AFP Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni.Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræðingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust þangað inn. Hún notaði sér stöðu sína sem hjúkka til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverkamenn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingjahælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma börnunum saman við fjölskyldur sínar, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengun Eftir slysið í Fukushima kjarnorkuverinu þurfti að þrífa upp gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum voru oft ungt fólk sem var þar með í snertingu við gríðarlegt magn geislavirkni. Yasuteru Yamada, 72 ára fyrrum verkfræðingur fannst þetta ekki skemmtilegt áhorfs og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdarfærsla fyrir því var sú að verandi eldri borgara ættu þau mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að hún myndi valda í þeim krabbameini.Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.Sjálfviljugur í Auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í Seinni heimstyrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingabúðirnar Auschwitz til þess að afla upplýsinga um rétt eðli þessara „fangabúða.“ Frá honum bárust ómetanleg gögn um eðli búðanna. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar var hann tekinn af lífi af rússensku leynilögreglunni. Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kínversku borginni Nanjing árið 1937 þegar Japanski herinn réðist þangað inn. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð- og nauðganir á um 200 – 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasistaflokknum til að opna upp griðarsvæði fyrir flóttamenn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flóttamenn bjargast.Anthony Omari hlaut myndarlegan skurð í andlitið eftir að hafa hrakið þrjá ræningja á brott.Bjargar munaðarleysingjum með hamri Anthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Keníu þar sem 37 munaðarlaus börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft lent í árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að reka í burtu. Einn daginn ákváðu þessir glæpamenn að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omaris á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðarleysingjaheimilinu. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 milljónum íslenskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 "Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni.Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræðingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust þangað inn. Hún notaði sér stöðu sína sem hjúkka til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverkamenn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingjahælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma börnunum saman við fjölskyldur sínar, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengun Eftir slysið í Fukushima kjarnorkuverinu þurfti að þrífa upp gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum voru oft ungt fólk sem var þar með í snertingu við gríðarlegt magn geislavirkni. Yasuteru Yamada, 72 ára fyrrum verkfræðingur fannst þetta ekki skemmtilegt áhorfs og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdarfærsla fyrir því var sú að verandi eldri borgara ættu þau mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að hún myndi valda í þeim krabbameini.Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.Sjálfviljugur í Auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í Seinni heimstyrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingabúðirnar Auschwitz til þess að afla upplýsinga um rétt eðli þessara „fangabúða.“ Frá honum bárust ómetanleg gögn um eðli búðanna. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar var hann tekinn af lífi af rússensku leynilögreglunni. Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kínversku borginni Nanjing árið 1937 þegar Japanski herinn réðist þangað inn. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð- og nauðganir á um 200 – 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasistaflokknum til að opna upp griðarsvæði fyrir flóttamenn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flóttamenn bjargast.Anthony Omari hlaut myndarlegan skurð í andlitið eftir að hafa hrakið þrjá ræningja á brott.Bjargar munaðarleysingjum með hamri Anthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Keníu þar sem 37 munaðarlaus börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft lent í árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að reka í burtu. Einn daginn ákváðu þessir glæpamenn að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omaris á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðarleysingjaheimilinu. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 milljónum íslenskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 "Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48
"Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51