Öld síðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. maí 2018 10:00 Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun