Klósettkrísa í Grímsey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:09 Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. visir.is/pjetur sigurðsson Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli. Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Íbúar í Grímsey eiga von á fjörutíu skemmtiferðaskipum í sumar en eins og staðan hefur verið er aðeins ein salernisaðstaða í boði fyrir ferðalanga. Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist vera vongóður um að Akureyrarbær geri úrbætur á salernismálum fyrir sumarið. Vikudagur sagði fyrst frá þessu. Í fundargerð hverfisráðs Grímseyjar er farið þess á leit við Akureyrarbæ að gerðar verði úrbætur á salernismálum: „Nú í ár koma hátt í 40 skemmtiferðaskip til Grímseyjar auk allra ferðamanna sem koma með ferju eða flugi. Það er brýn nauðsyn að bæta hérna salernismál. Fyrir er eitt klósett í Galleríinu. Galleríið er pínulítið og getur ekki tekið á móti mörgum í einu og er þetta mikið álag á húsnæðið. Einnig eru tvö klósett og finnst okkur ekki hægt að bjóða eigandanum upp á það að beina þeim ferðamönnum þangað sem ekki eru viðskiptavinir staðarins,“ segir í fundargerð. Í samtali við Vísi segir Jóhannes Gísli að þetta standi allt vonandi til bóta. Aukinn ferðamannastraumur sé nýr veruleiki fyrir íbúa í Grímsey. „Síðastliðin tvö ár hefur ferðamönnum fjölgað og hefur þetta aldrei verið eins mikið og núna.“Úrbætur í tæka tíðJóhannes segir samstarfið við Akureyrarbæ heilt yfir hafa verið gott en það sé engu að síður brýnt að setja salernismálin í forgang. „Við vildum vekja athygli á þessu við þau [bæjarstjórn Akureyrar], svo þessi mál verði komin í lag með sumrinu og svo það sé ekki farið of seint af stað.“ Umræða um skort á salernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum komst í hámæli síðasta sumar þegar skilti, sem banna fólki að ganga örna sinna, voru sett upp víða um landið. Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt á vormánuðum 2009. Hvernig standa málin eftir sameiningu?„Það er ekki undan neinu að kvarta, það er verið að laga ýmsa hluti. Það er margt sem mætti betur fara en það er líka búið að gera margt. Þetta er vonandi í ferli og leysist vonandi nú í byrjun sumar,“ segir Jóhannes Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Grímsey Tengdar fréttir Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00 Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi. 29. janúar 2018 06:00
Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. 27. febrúar 2018 22:26
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40