Ölvunarakstur alþekktur í Kjósinni Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2018 16:14 Á kjördag hitti Bubbi einn sem mætti slompaður á kjörstað á bílnum til að kjósa. visir/anton Brink Bubbi Morthens greinir frá því á Facebooksíðu sinni að í Kjósinni, hvar hann býr, tíðkist það að tilteknir einstaklingar aki um drukknir undir stýri. Hann rekur þetta til meðvirkni.Allir vita um þetta „Í sveitinni tala allir um þetta og segja: Við verðum að gera eitthvað í þessu. Og sumir hafa sagt: Ja, við höfum talað við hann þennan og beðið hann að vera ekki að keyra drukkinn. En það hefur ekki dugað,“ segir Bubbi í allöngum pistli hvar hann segist óttast um sig og sína vegna þessa ástands; ölvunar- og hraðaksturs við heimili sitt. Bubbi segist ekki vilja nefna viðkomandi á nafn og hafnar því að það leiði til þess að allir í Kjósinni liggi undir grun um ölvunarakstur. Hann segist heldur ekki geta setið fyrir þeim sem þetta stunda. Og Bubbi nefnir nýlegt dæmi um nákvæmlega þetta sem hann tíundar í pistli sínum.Bubbi hitti slompaðan ökumann „Á kjördag hitti ég einn slompaðan komandi á bílnum til að kjósa. Og í meðvirkni minni lét ég það ógert að gera eitthvað í málinu.“Og svo sat ég heima og bölvaði sjálfum mér fyrir kjarkleysið. Bubbi bindur við það vonir að pistillinn leiði til þess að ættingjar og vinir þeirra sem þetta stunda grípi í taumana. „Kannski er ég að vona að allir sem lesa þetta og vita um fólk sem sest drukkið eða undir áhrifum undir stýri stöðvi viðkomandi. Ég get bara ekki lengur látið nægja að tala um þetta í eldhúsum í sveitinni. En út af því hvað þetta er lítið samfélag hér þá eru allir að drepast úr meðvirkni og á endanum er sá möguleiki að einhver slasist eða verði drepinn vegna þess að við erum of náin í þessu litla samfélagi.“ Lögreglumál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Bubbi Morthens greinir frá því á Facebooksíðu sinni að í Kjósinni, hvar hann býr, tíðkist það að tilteknir einstaklingar aki um drukknir undir stýri. Hann rekur þetta til meðvirkni.Allir vita um þetta „Í sveitinni tala allir um þetta og segja: Við verðum að gera eitthvað í þessu. Og sumir hafa sagt: Ja, við höfum talað við hann þennan og beðið hann að vera ekki að keyra drukkinn. En það hefur ekki dugað,“ segir Bubbi í allöngum pistli hvar hann segist óttast um sig og sína vegna þessa ástands; ölvunar- og hraðaksturs við heimili sitt. Bubbi segist ekki vilja nefna viðkomandi á nafn og hafnar því að það leiði til þess að allir í Kjósinni liggi undir grun um ölvunarakstur. Hann segist heldur ekki geta setið fyrir þeim sem þetta stunda. Og Bubbi nefnir nýlegt dæmi um nákvæmlega þetta sem hann tíundar í pistli sínum.Bubbi hitti slompaðan ökumann „Á kjördag hitti ég einn slompaðan komandi á bílnum til að kjósa. Og í meðvirkni minni lét ég það ógert að gera eitthvað í málinu.“Og svo sat ég heima og bölvaði sjálfum mér fyrir kjarkleysið. Bubbi bindur við það vonir að pistillinn leiði til þess að ættingjar og vinir þeirra sem þetta stunda grípi í taumana. „Kannski er ég að vona að allir sem lesa þetta og vita um fólk sem sest drukkið eða undir áhrifum undir stýri stöðvi viðkomandi. Ég get bara ekki lengur látið nægja að tala um þetta í eldhúsum í sveitinni. En út af því hvað þetta er lítið samfélag hér þá eru allir að drepast úr meðvirkni og á endanum er sá möguleiki að einhver slasist eða verði drepinn vegna þess að við erum of náin í þessu litla samfélagi.“
Lögreglumál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira