Sökudólgar og samfélög Þorvaldur Gylfason skrifar 10. maí 2018 10:30 Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun