Leikskólar og launamunur Hildur Björnsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun