Reykjavík til framtíðar Eyþór Arnalds skrifar 10. maí 2018 10:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar