Hvað er listmeðferð? Eva Eðvarðsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun