Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 23:02 AT&T er stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi. Vísir/AFP Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17