Skattaundanskotin hleyptu lífi í umræður Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Sigurður Hannesson og Líf Magneudóttir voru meðal þátttakenda í gær. Vísir Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar. Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar.
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira