Harpa á betra skilið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. maí 2018 09:15 Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun