Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2018 13:00 Andlit Íslands í Bandaríkjunum sendir frá sér drungalegt popplag sem fjallar meðal annars er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp. Vísir/Eyþór Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira