Bíllaus byggð Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2018 11:04 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar