Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 21:18 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. visir/ernir „Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent