Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 21:18 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. visir/ernir „Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
„Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41