Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2018 06:00 David Ben Gurion, sem síðar varð forsætisráðherra Ísraels, les yfirlýsinguna í Tel Avív. Vísir/Getty „Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins þann 15. maí árið 1948. Degi áður, eða fyrir réttum sjötíu árum, lýsti þjóðráð gyðinga því yfir í Tel Avív að gyðingaríkið Ísrael yrði stofnað eftir að Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína í Palestínu. Fleiri íslenskir miðlar sögðu Íslendingum þessa forsíðufrétt. „…á miðnætti í nótt réðust egipzkar hersveitir yfir suðurlandamæri Palestínu og höfðu, er síðast fréttist, náð nokkrum þorpum á vald sitt. Samtímis hafa hin Araba ríkin, Transjórdanía, Iraq, Sýrland og Libanon, sent herlið til landamæra Palestínu og virtust í nótt allar líkur benda á að innrás verði gerð í landið úr þrem áttum og að Gyðingar og Arabar muni útkljá deilumál sín með blóðugu vopnavaldi,“ sagði til að mynda í Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn horfði langt aftur í tímann, sagði í fyrirsögn Ísraelsríki endurreist eftir 1878 ár. „Með þessari yfirlýsingu var Gyðingaríki endurreist í Palestínu 1878 árum eftir að rómverskar hersveitir Títusar eyddu Jerúsalem.“ Stríðið varði í um eina meðgöngu, eða þar til 10. mars 1949. Ísraelar höfðu sigur í stríðinu og héldu því landsvæði sem þeim var úthlutað með yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1947 auk þess að taka helming af svæði Palestínumanna. Jórdanía tók hins vegar Vesturbakkann og Egyptar tóku Gasasvæðið. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Líbanon Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins þann 15. maí árið 1948. Degi áður, eða fyrir réttum sjötíu árum, lýsti þjóðráð gyðinga því yfir í Tel Avív að gyðingaríkið Ísrael yrði stofnað eftir að Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína í Palestínu. Fleiri íslenskir miðlar sögðu Íslendingum þessa forsíðufrétt. „…á miðnætti í nótt réðust egipzkar hersveitir yfir suðurlandamæri Palestínu og höfðu, er síðast fréttist, náð nokkrum þorpum á vald sitt. Samtímis hafa hin Araba ríkin, Transjórdanía, Iraq, Sýrland og Libanon, sent herlið til landamæra Palestínu og virtust í nótt allar líkur benda á að innrás verði gerð í landið úr þrem áttum og að Gyðingar og Arabar muni útkljá deilumál sín með blóðugu vopnavaldi,“ sagði til að mynda í Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn horfði langt aftur í tímann, sagði í fyrirsögn Ísraelsríki endurreist eftir 1878 ár. „Með þessari yfirlýsingu var Gyðingaríki endurreist í Palestínu 1878 árum eftir að rómverskar hersveitir Títusar eyddu Jerúsalem.“ Stríðið varði í um eina meðgöngu, eða þar til 10. mars 1949. Ísraelar höfðu sigur í stríðinu og héldu því landsvæði sem þeim var úthlutað með yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1947 auk þess að taka helming af svæði Palestínumanna. Jórdanía tók hins vegar Vesturbakkann og Egyptar tóku Gasasvæðið.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Líbanon Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00