Þarf breytingar í borginni? Inga María Hlíðar Thorsteinsson skrifar 14. maí 2018 05:00 Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar