Þarf breytingar í borginni? Inga María Hlíðar Thorsteinsson skrifar 14. maí 2018 05:00 Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sveitastjórnarkosningarnar verða 26. maí næstkomandi. Ég treysti fólkinu sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að gera mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég er í framboði fyrir flokkinn og styð hann í áherslum sínum vegna þess að mér finnst ótækt að: *Meirihlutinn hafi selt landið, þar sem langódýrast hefði verið að setja niður Sundarbraut, í þeim tilgangi að útiloka að framkvæmdir gætu hafist á brautinni. Að verið sé að þrengja götur í borginni á meðan umferðartafir hafa aukist. *Meirihlutinn skuli hafa eytt 500 milljónum í framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún og lofi nú að setja Miklubrautina í stokk sem myndi gera þær framkvæmdir að engu. *Að kostnaður við rekstur leikskóla hafi lækkaði á árinu vegna manneklu á leikskólunum. Að borgin hafi ekki notað þá fjármuni sem “spöruðust” við mannekluna til að bæta kjör þeirra sem eftir eru í starfi á leikskólunum, aðbúnað þar og/eða farið í aðgerðir til þess að mæta þessum mannekluvanda. Að leikskólagjöld hafi verið lækkuð á sama tíma og ekki virðist vera til nægur peningur til að greiða starfsfólki á leikskólum nægilega há laun. Sú lækkun er fljót að hverfa þegar staðan í leikskólamálum bitnar á vinnu foreldra með tilheyrandi tekjutapi. Þvílíkur bjarnargreiði borgaryfirvalda. *Að verið sé að fjölga borgarfulltrúum og þenja út embættismannakerfið með tilheyrandi launakostnaði þegar skuldir borgarinnar fara stighækkandi ár frá ári.*Að hugsa til þess að ungt fólk sé margt að flytja úr höfuðborginni vegna þess að borgin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi í að tryggja nægilegt framboð og úthluta lóðum. Of lítið framboð hefur keyrt upp fasteignaverðið. Það að íbúðir, auglýstar sem fyrstu kaup fyrir ungt fólk, séu að kosta um 40 milljónir króna er óásættanlegt. *Að íbúar séu látnir kjósa um sjálfsagt viðhald á eignum borgarinnar með hverfakosningum þar sem þeir velja á milli viðhalds eða gæluverkefna.… auk margra fleiri atriða. Ég hef aldrei verið sannfærðari um að breytinga sé þörf í borginni, þar sem áhersla verði lögð á breyttan rekstur og forgangsröðun mikilvægustu verkefnanna. Sjálfstæðisflokkinn er eini flokkurinn sem á möguleika á að leiða nýjan meirihluta til þess að fylgja breytingunum eftir. Ég er stolt af því að tilheyra þeim öfluga hópi sem prýðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Höfundur er ljósmóðurnemi og skipar 16. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar