Alltaf má fá annað skip Guðrún Ágústsdóttir og René Biasone skrifar 14. maí 2018 09:45 Við áttum ekki von á því að krafa okkar um að Elliðárdalurinn yrði verndaður og útivistarsvæði dalsins stækkað yrði að pólítísku bitbeini. Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar svarpistil við grein okkar sem birtist hér á Vísi á föstudaginn. Ekki til þess að fagna því að við í Vinstri grænum viljum styrkja og stækka náttúruverndarsvæði í borginn og standa vörð um Elliðárdalinn, heldur til þess að fetta fingur út í að við höfum efasemdir um hugmyndir um nýja atvinnustarfsemi í dalnum. Við teljum því rétt að halda nokkrum atriðum til haga í þessari umræðu. Krafa Hollvinasamtaka Elliðárdalsins Líkt og aðrir hollvinir Elliðárdalsins höfum við haft áhyggjur af framtíð hans um margra ára skeið. Guðrún tók þátt í að stofna Hollvinasamtök Elliðaárdalsins 2012 og var varaformaður samtakanna í nokkur ár. Tilgangur félagsins er „að standa vörð um Elliðaárdalinn, mynda sátt um ytri mörk hans sem og lífríki og mannvirki innan og á mörkum hans. Sáttin verði byggð á sjónarmiðum náttúruverndar, útivistar og menningar.“ Ein helsta krafa okkar var og er að afmarka dalinn, en afmörkun dalsins er forsenda friðunar. Tengsl okkar við dalinn eru djúp. Guðrún hefur búið í áratugi í Rafstöðvarhverfinu og alið þar upp börn sín. Dalurinn er einstök perla, en laxveiðiá í miðri borg er einstakt á heimsvísu. Við höfum verið á móti nýbyggingum í dalnum alla tíð, ekki síst stórbyggingum eins og nýrri byggingu fyrir rafveitustarfsemi sem byggð var seint á síðustu öld og þá var því lofað jafnframt að Toppstöðin yrði rifin í kjölfarið. Það var ekki gert og verður ekki gert. Svo datt fólki í hug að byggja yfir Fornbílaklúbbinn, sem var gert, en húsið breytti um hlutverk og varð líkamsræktarstöð, „Boot Camp“ og þurfti mikil bílastæði, en stóð svo tómt um hríð þar til Hitt húsið fékk hluta hússins. Umfangsmikill atvinnurekstur á ekki erindi í dalinn Þessar byggingar hafa rýrt gildi dalsins að pllar okkar mati og þegar við heyrðum um BioDome þá urðum við bæði áhyggjufull. Við fögnuðum því mjög að fá kynningu á hugmyndinni frá aðstandanda BioDome á aðalfundi Hollvinafélagsins í síðustu viku. Aðalfundi sem Guðrún stjórnaði eins og venjulega. Við hlustuðum bæði með athygli og að lokinni kynningunni urðu töluverðar umræður og ljóst að fundarmenn höfðu áhyggjur af því að þessi starfsemi við Stekkjarbakkann gæti rýrt gildi dalsins verulega. Ein spurning úr sal var um það hvað yrði gert við byggingarnar ef viðskiptahugmyndin gengi ekki upp. Kæmi þá annars konar starfsemi í byggingarnar? Og hver þá? Engan heyrðum við mæla þessu bót. Formaður félagsins hafði í upphafi fundar sagt frá kynningu sem hann hafði fengið fyrir aðalfundinn og var síður en svo jákvæður í garð hugsanlegrar framkvæmdar. Þessi fundur var auglýstur og opinn öllum og ítarleg kynning fulltrúa BioDome því síður en svo trúnaðarmál eins og Jórunn Pála Jónasdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins heldur fram. Þarna hefðu fjölmiðlar getað verið hefðu þeir haft áhuga. Líf Magneudóttir samþykkti ásamt meirihlutanum að senda umsókn um lóð BioDomeAldin í umsagnarferli. Þar gefst fólki kostur á að koma með athugasemdir og þegar þær hafa verið yfirfarnar er tekin ákvörðun um lóðaúthlutun. Fyrr ekki. Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á náttúruvernd Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á Elliðárdalnum er vissulega fagnaðarefni. Á 25 ára ferli sem vara- og aðalborgarfulltrúi í Reykjavík man ég ekki eftir því að hafa heyrt Sjálfstæðisflokkinn nefna friðun dalsins fyrr en nú tæpum mánuði fyrir kosningar. Svo kæra Jórunn. Vertu velkomin með um borð í Elliða skipið hans Ketilbjörns gamla, með okkur René, Hollvinafélaginu og fjölmörgum öðrum sem viljum berjast fyrir því að þessi einstaka perla í náttúru Íslands, sem við í Reykjavík berum ábyrgð á, verði friðuð. Því fleiri sem vilja leggjast á árarnar með okkur hollvinum dalsins því betra. Velkomin um borð. Lifi Elliðaárdalurinn. Guðrún Ágústsdóttir er félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins og skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. René Biasone er teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun og skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 René Biasone Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Við áttum ekki von á því að krafa okkar um að Elliðárdalurinn yrði verndaður og útivistarsvæði dalsins stækkað yrði að pólítísku bitbeini. Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar svarpistil við grein okkar sem birtist hér á Vísi á föstudaginn. Ekki til þess að fagna því að við í Vinstri grænum viljum styrkja og stækka náttúruverndarsvæði í borginn og standa vörð um Elliðárdalinn, heldur til þess að fetta fingur út í að við höfum efasemdir um hugmyndir um nýja atvinnustarfsemi í dalnum. Við teljum því rétt að halda nokkrum atriðum til haga í þessari umræðu. Krafa Hollvinasamtaka Elliðárdalsins Líkt og aðrir hollvinir Elliðárdalsins höfum við haft áhyggjur af framtíð hans um margra ára skeið. Guðrún tók þátt í að stofna Hollvinasamtök Elliðaárdalsins 2012 og var varaformaður samtakanna í nokkur ár. Tilgangur félagsins er „að standa vörð um Elliðaárdalinn, mynda sátt um ytri mörk hans sem og lífríki og mannvirki innan og á mörkum hans. Sáttin verði byggð á sjónarmiðum náttúruverndar, útivistar og menningar.“ Ein helsta krafa okkar var og er að afmarka dalinn, en afmörkun dalsins er forsenda friðunar. Tengsl okkar við dalinn eru djúp. Guðrún hefur búið í áratugi í Rafstöðvarhverfinu og alið þar upp börn sín. Dalurinn er einstök perla, en laxveiðiá í miðri borg er einstakt á heimsvísu. Við höfum verið á móti nýbyggingum í dalnum alla tíð, ekki síst stórbyggingum eins og nýrri byggingu fyrir rafveitustarfsemi sem byggð var seint á síðustu öld og þá var því lofað jafnframt að Toppstöðin yrði rifin í kjölfarið. Það var ekki gert og verður ekki gert. Svo datt fólki í hug að byggja yfir Fornbílaklúbbinn, sem var gert, en húsið breytti um hlutverk og varð líkamsræktarstöð, „Boot Camp“ og þurfti mikil bílastæði, en stóð svo tómt um hríð þar til Hitt húsið fékk hluta hússins. Umfangsmikill atvinnurekstur á ekki erindi í dalinn Þessar byggingar hafa rýrt gildi dalsins að pllar okkar mati og þegar við heyrðum um BioDome þá urðum við bæði áhyggjufull. Við fögnuðum því mjög að fá kynningu á hugmyndinni frá aðstandanda BioDome á aðalfundi Hollvinafélagsins í síðustu viku. Aðalfundi sem Guðrún stjórnaði eins og venjulega. Við hlustuðum bæði með athygli og að lokinni kynningunni urðu töluverðar umræður og ljóst að fundarmenn höfðu áhyggjur af því að þessi starfsemi við Stekkjarbakkann gæti rýrt gildi dalsins verulega. Ein spurning úr sal var um það hvað yrði gert við byggingarnar ef viðskiptahugmyndin gengi ekki upp. Kæmi þá annars konar starfsemi í byggingarnar? Og hver þá? Engan heyrðum við mæla þessu bót. Formaður félagsins hafði í upphafi fundar sagt frá kynningu sem hann hafði fengið fyrir aðalfundinn og var síður en svo jákvæður í garð hugsanlegrar framkvæmdar. Þessi fundur var auglýstur og opinn öllum og ítarleg kynning fulltrúa BioDome því síður en svo trúnaðarmál eins og Jórunn Pála Jónasdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins heldur fram. Þarna hefðu fjölmiðlar getað verið hefðu þeir haft áhuga. Líf Magneudóttir samþykkti ásamt meirihlutanum að senda umsókn um lóð BioDomeAldin í umsagnarferli. Þar gefst fólki kostur á að koma með athugasemdir og þegar þær hafa verið yfirfarnar er tekin ákvörðun um lóðaúthlutun. Fyrr ekki. Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á náttúruvernd Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á Elliðárdalnum er vissulega fagnaðarefni. Á 25 ára ferli sem vara- og aðalborgarfulltrúi í Reykjavík man ég ekki eftir því að hafa heyrt Sjálfstæðisflokkinn nefna friðun dalsins fyrr en nú tæpum mánuði fyrir kosningar. Svo kæra Jórunn. Vertu velkomin með um borð í Elliða skipið hans Ketilbjörns gamla, með okkur René, Hollvinafélaginu og fjölmörgum öðrum sem viljum berjast fyrir því að þessi einstaka perla í náttúru Íslands, sem við í Reykjavík berum ábyrgð á, verði friðuð. Því fleiri sem vilja leggjast á árarnar með okkur hollvinum dalsins því betra. Velkomin um borð. Lifi Elliðaárdalurinn. Guðrún Ágústsdóttir er félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins og skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. René Biasone er teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun og skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun