Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 17:15 Oft á tíðum keyptu starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar tvær auglýsingar um sömu málefnin. Vísir/AFP Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira