Segir karla þurfa að taka á sig launalækkun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 21:08 Leikkonan Salma Hayek segir að tíminn sé runninn upp. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“ Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“
Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27