Innlent

Eyþór segir áherslurnar þær sömu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni neitar því að áherslur sínar og frambjóðanda í öðru sæti séu ekki þær sömu í öllum helstu grundvallaratriðum. Þau séu sammála um að tillaga um Borgarlínu sé ótæk.

Fram hefur komið hjá Oddvita Sjálfstæðismanna í borginni að flokkurinn í Reykjavík leggist alfarið gegn Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins hefur hins vegar ekki slegið Borgarlínu alveg út af borðinu og sagði til að mynda í samtali við Vísi á dögunum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Það sé kannski lausnin og kannski ekki. 

„Við erum algjörlega samstíga í því að það þarf að vinna á þeim samgönguvanda sem hefur orðið til hjá núverandi meirihluta. Það þarf bæði að efla almenningssamgöngur og fara í framkvæmdir á vegakerfinu, sem hafa legið niðri í áratug.

Varðandi Borgaralínuna þá er þetta frekar óljós hugmynd eins og er og ófjármögnuð. Hún var fyrst lestarhugmynd og núna er hún einhvers konar strætisvagnahugmynd. En hún er ekki tæk sem kosningamál þegar hún er ekki nánar skilgreind. Við erum algjörlega samstíga í því að Borgarlínuhugmyndin eins og hún er lögð fram hún er ekki tæk sem kosningamál.“

Aðspurður um það hvort hann og Hildur séu samstíga í flestum forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins í borginni, svarar Eyþór:

„Algjörlega. Við höfum átt mjög góða fundi þar sem við byggjum upp okkar málefnastarf.“


Tengdar fréttir

Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík

Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×