Fram hefur komið hjá Oddvita Sjálfstæðismanna í borginni að flokkurinn í Reykjavík leggist alfarið gegn Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins hefur hins vegar ekki slegið Borgarlínu alveg út af borðinu og sagði til að mynda í samtali við Vísi á dögunum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Það sé kannski lausnin og kannski ekki.
„Við erum algjörlega samstíga í því að það þarf að vinna á þeim samgönguvanda sem hefur orðið til hjá núverandi meirihluta. Það þarf bæði að efla almenningssamgöngur og fara í framkvæmdir á vegakerfinu, sem hafa legið niðri í áratug.
Varðandi Borgaralínuna þá er þetta frekar óljós hugmynd eins og er og ófjármögnuð. Hún var fyrst lestarhugmynd og núna er hún einhvers konar strætisvagnahugmynd. En hún er ekki tæk sem kosningamál þegar hún er ekki nánar skilgreind. Við erum algjörlega samstíga í því að Borgarlínuhugmyndin eins og hún er lögð fram hún er ekki tæk sem kosningamál.“
Aðspurður um það hvort hann og Hildur séu samstíga í flestum forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins í borginni, svarar Eyþór:
„Algjörlega. Við höfum átt mjög góða fundi þar sem við byggjum upp okkar málefnastarf.“
Eyþór og Hildur eru ekki sérlega sammála skv. þessu í mörgum málum pic.twitter.com/TISvQdTKbY
— Andres Jonsson (@andresjons) May 11, 2018