Heitir því að finna uppljóstrarana í Hvíta húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2018 23:54 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að komast að því hverjir það eru sem hafa verið að leka upplýsingum úr herbúðum Hvíta hússins í „falsfréttamiðla“. Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. „Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld. „Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018 Líklegt er að Trump sé þar að vísa sérstaklega til máls sem kom upp í síðustu viku. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefði gert lítið úr John McCain, öldungardeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, á lokuðum fundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli. McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að komast að því hverjir það eru sem hafa verið að leka upplýsingum úr herbúðum Hvíta hússins í „falsfréttamiðla“. Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. „Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld. „Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018 Líklegt er að Trump sé þar að vísa sérstaklega til máls sem kom upp í síðustu viku. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefði gert lítið úr John McCain, öldungardeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, á lokuðum fundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli. McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30
Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40