Góðir grannar Haukur Örn Birgisson skrifar 15. maí 2018 07:00 Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun