Sex flokkar næðu inn fulltrúum í Hafnarfirði Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 15. maí 2018 06:00 Flokkum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gæti fjölgað um helming. Vísir/Daníel Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði fengju 32 prósent atkvæða ef kosið væri í sveitarstjórn núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í gær. Samfylkingin fengi rúmlega 19 prósent, Framsókn og óháðir fengju tæplega 12 prósent og Miðflokkurinn og Píratar fengju tæplega 10 prósent hvor flokkur. Þá fengi VG rúm átta prósent, Viðreisn tæplega sex prósent og Bæjarlistinn rétt rúmlega þrjú prósent. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 35,8 prósent og fimm bæjarfulltrúa kjörna af ellefu, Samfylkingin fékk 20,2 prósent og þrjá fulltrúa, Björt framtíð fékk 19 prósent og tvo fulltrúa, VG 11,7 prósent og einn fulltrúa, Píratar 6,7 prósent og Framsókn 6,5 prósent. Píratar og Framsókn fengu ekki fulltrúa.Yrðu niðurstöður kosninga þann 26. maí í takti við könnunina myndi annaðhvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin missa einn fulltrúa. Ekki liggur fyrir samkvæmt tölunum hvort Sjálfstæðismenn myndu missa fimmta manninn eða Samfylkingin sinn þriðja. Þar stendur á jöfnu Hitt er skýrara að miðað við þessar niðurstöður fengju Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir, Píratar og VG einn mann kjörinn hver listi, en hvorki Viðreisn né Bæjarlistinn næðu inn fulltrúa. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði yrði þá skipuð fólki úr sex flokkum en ekki fjórum eins og núna. Hringt var í 1.089 manns með lögheimili í Hafnarfirði þar til náðist í 803 hinn 14. maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 13,1 prósent ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 21,3 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni. Íbúum verði fjölgað Átta framboð bjóða fram krafta sína í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn, Bæjarlistinn og Viðreisn bjóða nú fram í fyrsta sinn auk Pírata og fjórflokkanna svokölluðu. Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur hafa farið með meirihluta í Hafnarfirði síðustu fjögur ár. Fyrrnefnda framboðið hlaut þá góða kosningu og komst í oddaaðstöðu við myndun meirihluta síðast. Skuldir sveitarfélagsins, líkt og langflestra sveitarfélaga landsins, hafa lækkað á kjörtímabilinu og fólki hefur fjölgað í bæjarfélaginu. Hins vegar finnst oddvitum flestra framboða ekki nægilega mikið gert í þeim efnum og skortur á húsnæði nokkur. Samtök iðnaðarins til að mynda segja aðeins um 150 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði á meðan þær eru um 500-1.700 í nágrannasveitarfélögunum. Oddviti Viðreisnar og Bæjarlistans eru sammála um að mikilvægt sé að ráða ópólitískan bæjarstjóra yfir sveitarfélagið. Viðreisn setur það sem ófrávíkjanlega reglu við myndun meirihluta, komist framboðið í þá aðstöðu. „Bæjarlistinn Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð með fókusinn á Hafnarfirði. Bæjarlistinn vill að bæjarstjóri verði áfram ráðinn á faglegum grunni og að áfram verði lögð megináhersla á ábyrga fjármálastjórn,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti hins nýja bæjarlista.„Við leggjum áherslu á að halda áfram á sömu braut ábyrgrar fjármálastjórnunar. Það sem hefur haft mikil áhrif á bættan fjárhag er að undanfarin tvö ár hefur einungis verið framkvæmt fyrir eigið fé sveitarfélagsins,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Vegna mun betri rekstrar hafa skapast skilyrði til að efla og bæta þjónustuna og lækka álögur og gjöld.“ Framsókn og óháðir vilja frían mat í skólum bæjarins. „Málefni barnafjölskyldna eru okkur hugleikin. Við viljum skoða þann möguleika að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og að frístundakort fyrir eldri borgara verði um 70 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. Einnig skiptir máli að Hafnarfjörður verði aftur samkeppnishæfur og að auka húsnæðisframboð,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra. „Hafnarfjörður er engan veginn að standa sig í að fjölga íbúðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins. „Við þurfum að fjölga íbúðum og verktakar hér í bæ eru farnir að leita í önnur bæjarfélög eftir verkefnum sem hefur ekki tíðkast í um þrjá áratugi.“ Jón Ingi Hákonarson í Viðreisn segir markmiðið að auka samvinnu í bæjarfélaginu. „Við þurfum að bæta samvinnu í bæjarstjórn milli minni- og meirihluta, sem og að auka samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Af því sem við leggjum áherslu á er að Reykjanesbraut fari í stokk frá Fjarðarkaupum til N1 á Lækjargötu og að við setjum sálfræðing í alla grunnskóla bæjarins,“ segir Jón Ingi. Elín Ýr Hafdísardóttir, oddviti Pírata, segir það eitt mikilvægasta málið á næsta kjörtímabili að fjölga íbúðum í byggingu. „Við þurfum að auka framboð á húsnæði fyrir fjölbreyttari hópa og flýta byggingartíma. Einnig leggjum við mikla áherslu á gegnsæi og ábyrga stjórnsýslu sveitarfélagsins.“ Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir nefnir auk húsnæðismálanna mikilvægt að bærinn kaupi fleiri íbúðir og auki framboð á félagslegu húsnæði. „Hér í bæ eru 196 umsóknir í brýnni þörf og þar erum við með um 90 börn. Fátækt barna skiptir sveitarfélagið máli. Einnig þurfum við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða með því að setja á laggirnar ungbarnaleikskóla.“ Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, segir mikilvægt að fjölga íbúðum í byggingu svo bærinn standist öðrum sveitarfélögum snúning á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru of fáar íbúðir í byggingu. Einnig leggjum við upp úr því að fjölga aftur leikskólaplássum sem var fækkað á þessu kjörtímabili.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði fengju 32 prósent atkvæða ef kosið væri í sveitarstjórn núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í gær. Samfylkingin fengi rúmlega 19 prósent, Framsókn og óháðir fengju tæplega 12 prósent og Miðflokkurinn og Píratar fengju tæplega 10 prósent hvor flokkur. Þá fengi VG rúm átta prósent, Viðreisn tæplega sex prósent og Bæjarlistinn rétt rúmlega þrjú prósent. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 35,8 prósent og fimm bæjarfulltrúa kjörna af ellefu, Samfylkingin fékk 20,2 prósent og þrjá fulltrúa, Björt framtíð fékk 19 prósent og tvo fulltrúa, VG 11,7 prósent og einn fulltrúa, Píratar 6,7 prósent og Framsókn 6,5 prósent. Píratar og Framsókn fengu ekki fulltrúa.Yrðu niðurstöður kosninga þann 26. maí í takti við könnunina myndi annaðhvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin missa einn fulltrúa. Ekki liggur fyrir samkvæmt tölunum hvort Sjálfstæðismenn myndu missa fimmta manninn eða Samfylkingin sinn þriðja. Þar stendur á jöfnu Hitt er skýrara að miðað við þessar niðurstöður fengju Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir, Píratar og VG einn mann kjörinn hver listi, en hvorki Viðreisn né Bæjarlistinn næðu inn fulltrúa. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði yrði þá skipuð fólki úr sex flokkum en ekki fjórum eins og núna. Hringt var í 1.089 manns með lögheimili í Hafnarfirði þar til náðist í 803 hinn 14. maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 13,1 prósent ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 21,3 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni. Íbúum verði fjölgað Átta framboð bjóða fram krafta sína í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn, Bæjarlistinn og Viðreisn bjóða nú fram í fyrsta sinn auk Pírata og fjórflokkanna svokölluðu. Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur hafa farið með meirihluta í Hafnarfirði síðustu fjögur ár. Fyrrnefnda framboðið hlaut þá góða kosningu og komst í oddaaðstöðu við myndun meirihluta síðast. Skuldir sveitarfélagsins, líkt og langflestra sveitarfélaga landsins, hafa lækkað á kjörtímabilinu og fólki hefur fjölgað í bæjarfélaginu. Hins vegar finnst oddvitum flestra framboða ekki nægilega mikið gert í þeim efnum og skortur á húsnæði nokkur. Samtök iðnaðarins til að mynda segja aðeins um 150 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði á meðan þær eru um 500-1.700 í nágrannasveitarfélögunum. Oddviti Viðreisnar og Bæjarlistans eru sammála um að mikilvægt sé að ráða ópólitískan bæjarstjóra yfir sveitarfélagið. Viðreisn setur það sem ófrávíkjanlega reglu við myndun meirihluta, komist framboðið í þá aðstöðu. „Bæjarlistinn Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð með fókusinn á Hafnarfirði. Bæjarlistinn vill að bæjarstjóri verði áfram ráðinn á faglegum grunni og að áfram verði lögð megináhersla á ábyrga fjármálastjórn,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti hins nýja bæjarlista.„Við leggjum áherslu á að halda áfram á sömu braut ábyrgrar fjármálastjórnunar. Það sem hefur haft mikil áhrif á bættan fjárhag er að undanfarin tvö ár hefur einungis verið framkvæmt fyrir eigið fé sveitarfélagsins,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Vegna mun betri rekstrar hafa skapast skilyrði til að efla og bæta þjónustuna og lækka álögur og gjöld.“ Framsókn og óháðir vilja frían mat í skólum bæjarins. „Málefni barnafjölskyldna eru okkur hugleikin. Við viljum skoða þann möguleika að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og að frístundakort fyrir eldri borgara verði um 70 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. Einnig skiptir máli að Hafnarfjörður verði aftur samkeppnishæfur og að auka húsnæðisframboð,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og óháðra. „Hafnarfjörður er engan veginn að standa sig í að fjölga íbúðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins. „Við þurfum að fjölga íbúðum og verktakar hér í bæ eru farnir að leita í önnur bæjarfélög eftir verkefnum sem hefur ekki tíðkast í um þrjá áratugi.“ Jón Ingi Hákonarson í Viðreisn segir markmiðið að auka samvinnu í bæjarfélaginu. „Við þurfum að bæta samvinnu í bæjarstjórn milli minni- og meirihluta, sem og að auka samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Af því sem við leggjum áherslu á er að Reykjanesbraut fari í stokk frá Fjarðarkaupum til N1 á Lækjargötu og að við setjum sálfræðing í alla grunnskóla bæjarins,“ segir Jón Ingi. Elín Ýr Hafdísardóttir, oddviti Pírata, segir það eitt mikilvægasta málið á næsta kjörtímabili að fjölga íbúðum í byggingu. „Við þurfum að auka framboð á húsnæði fyrir fjölbreyttari hópa og flýta byggingartíma. Einnig leggjum við mikla áherslu á gegnsæi og ábyrga stjórnsýslu sveitarfélagsins.“ Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir nefnir auk húsnæðismálanna mikilvægt að bærinn kaupi fleiri íbúðir og auki framboð á félagslegu húsnæði. „Hér í bæ eru 196 umsóknir í brýnni þörf og þar erum við með um 90 börn. Fátækt barna skiptir sveitarfélagið máli. Einnig þurfum við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða með því að setja á laggirnar ungbarnaleikskóla.“ Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, segir mikilvægt að fjölga íbúðum í byggingu svo bærinn standist öðrum sveitarfélögum snúning á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru of fáar íbúðir í byggingu. Einnig leggjum við upp úr því að fjölga aftur leikskólaplássum sem var fækkað á þessu kjörtímabili.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00