Hvar áttu heima? Hvaðan kemur þú? Amid Derayat skrifar 15. maí 2018 07:00 Íslenskt samfélag hefur breyst geysilega á seinustu áratugum. Það er mun fjölbreyttara en það hefur nokkurn tímann verið, þökk sé töluverðum fjölda innflytjenda frá ýmsum löndum. Mikill meiri hluti þessara íbúa tekur þátt í samfélaginu og leggur sitt af mörkum til hagkerfisins. Þetta fólk er að gera góða hluti. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá útlendinga, það er nóg að líta í kringum okkur – verslanir, veitingastaðir, bensínstöðvar, nýbyggingar – það sést hvernig þeir þjóna samfélaginu og stunda oft mjög kröfuharða og erfiða vinnu eins og í byggingageiranum. Á sama tíma eru örfáir nýbúar í stjórnmálum á Íslandi. Það er ekki lengur fyndið að hafa þennan „eina“ útlending á Alþingi eða í bæjarstjórn. Þetta er líka merki þess að aðlögun nýbúa hér gengur ekki nógu vel. Það er ekki nægur stuðningur í tungumálakennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra og alls staðar reka nýbúar sig á þennan ósýnilega íslenskuvegg. Atvinnuauglýsingar eru á ensku ef það er verið að auglýsa eftir starfsfólki í þrif, annars nær undantekningarlaust á íslensku. Og það gefur óbein skilaboð; þeir sem ekki tala góða íslensku eru annars flokks. Eins og fram hefur komið í tengslum við #Metoo byltinguna er þessi hópur mjög viðkvæmur fyrir hvers konar misnotkun. Það er líka hætta á að hér myndist stór hópur innflytjenda sem vinnur láglaunastörf og hefur enga möguleika á því að bæta kjör sín, fastur í fátæktargildru.Þátttaka mín í stjórnmálum á Íslandi Ég hef búið í meira en 20 ár á Íslandi og samt er íslenskan mín langt frá því að vera fullkomin. Ég hef samt ekki látið það aftra mér frá því að taka þátt í stjórnmálum hér og hef verið í Vinstri grænum í meira en 10 ár. Ég vil að allir fái tækifæri til menntunar og fyrir nýbúa þá tel ég að stuðningur í tungumálakennslu sé þar lykilatriði. Ég vil einnig að nýbúar taki virkan þátt og verði sýnilegri í stjórnmálum á Íslandi, alveg óháð tungumálakunnáttu sinni, litarhætti og uppruna. Og ég vil hvetja þá til að taka þátt í bæjarstjórnarkosningunum og styðja VG. Stefna VG í málum útlendinga er sanngjörn, hvetur til meiri menntunar og velferðar, ásamt stórbættu upplýsingastreymi og leggur mikla áherslu á menntun fyrir börn nýbúa. Saman getum við mótað samfélag sem styður við fólk hvaðan sem það kemur. Samfélag sem fagnar fjölbreytileikanum.Höfundur skipar 2. sæti Vinstri grænna í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur breyst geysilega á seinustu áratugum. Það er mun fjölbreyttara en það hefur nokkurn tímann verið, þökk sé töluverðum fjölda innflytjenda frá ýmsum löndum. Mikill meiri hluti þessara íbúa tekur þátt í samfélaginu og leggur sitt af mörkum til hagkerfisins. Þetta fólk er að gera góða hluti. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá útlendinga, það er nóg að líta í kringum okkur – verslanir, veitingastaðir, bensínstöðvar, nýbyggingar – það sést hvernig þeir þjóna samfélaginu og stunda oft mjög kröfuharða og erfiða vinnu eins og í byggingageiranum. Á sama tíma eru örfáir nýbúar í stjórnmálum á Íslandi. Það er ekki lengur fyndið að hafa þennan „eina“ útlending á Alþingi eða í bæjarstjórn. Þetta er líka merki þess að aðlögun nýbúa hér gengur ekki nógu vel. Það er ekki nægur stuðningur í tungumálakennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra og alls staðar reka nýbúar sig á þennan ósýnilega íslenskuvegg. Atvinnuauglýsingar eru á ensku ef það er verið að auglýsa eftir starfsfólki í þrif, annars nær undantekningarlaust á íslensku. Og það gefur óbein skilaboð; þeir sem ekki tala góða íslensku eru annars flokks. Eins og fram hefur komið í tengslum við #Metoo byltinguna er þessi hópur mjög viðkvæmur fyrir hvers konar misnotkun. Það er líka hætta á að hér myndist stór hópur innflytjenda sem vinnur láglaunastörf og hefur enga möguleika á því að bæta kjör sín, fastur í fátæktargildru.Þátttaka mín í stjórnmálum á Íslandi Ég hef búið í meira en 20 ár á Íslandi og samt er íslenskan mín langt frá því að vera fullkomin. Ég hef samt ekki látið það aftra mér frá því að taka þátt í stjórnmálum hér og hef verið í Vinstri grænum í meira en 10 ár. Ég vil að allir fái tækifæri til menntunar og fyrir nýbúa þá tel ég að stuðningur í tungumálakennslu sé þar lykilatriði. Ég vil einnig að nýbúar taki virkan þátt og verði sýnilegri í stjórnmálum á Íslandi, alveg óháð tungumálakunnáttu sinni, litarhætti og uppruna. Og ég vil hvetja þá til að taka þátt í bæjarstjórnarkosningunum og styðja VG. Stefna VG í málum útlendinga er sanngjörn, hvetur til meiri menntunar og velferðar, ásamt stórbættu upplýsingastreymi og leggur mikla áherslu á menntun fyrir börn nýbúa. Saman getum við mótað samfélag sem styður við fólk hvaðan sem það kemur. Samfélag sem fagnar fjölbreytileikanum.Höfundur skipar 2. sæti Vinstri grænna í Kópavogi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar