Ari flutti lagið Our Choice á fyrra undanúrslitakvöldinu í Altice-höllinni í Lissabon og komst ekki áfram í úrslita. Davíð Lúther Sigurðarson var fjölmiðlafulltrúi Ara í öllu Eurovision-ferlinu í Portúgal og náði hann fullt af myndum af þessum 19 ára söngvara að leggja sig í mismunandi aðstæðum.
Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu myndasyrpu sem Ari birtir sjálfur en ýta þarf á taka hægra megin á myndinni til að færast yfir á þá næstu.