Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 11:57 Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í dag. Vísir/AFP Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna felldi tillögu um sjálfstæða rannsókn á drápum ísraelskra hermanna á tugum Palestínumanna í tengslum við mótmæli vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í gær. Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu þar sem lýst var reiði og sorg vegna dauða 58 Palestínumanna sem voru skotnir til bana við landamæragirðingu á Gasaströndinni í gær. Í henni var einnig kallað eftir „sjálfstæðri og gegnsærri“ rannsókn á blóðbaðinu og að aðildarríkin virtu ályktun öryggisráðsins um að þau kæmu ekki upp sendiskrifstofum í Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi komið í veg fyrir að yfirlýsingin væri samþykkt og birt.Standa með sjálfsvarnarrétti Ísraela Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem var afar umdeild og lagðist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gegn því í desember. Hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess jafnframt að Trump félli frá ákvörðuninni. Trump-stjórnin hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn Bandaríkjunum vegna málsins afleiðingum. Talsmaður Hvíta hússins kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldið við landamærin í gær. Lýsti hann fullum stuðningi ríkisstjórn Donalds Trump forseta við „rétt Ísraela til að verja sig“. Auk þeirra 58 Palestínumanna sem liggja í valnum eftir mótmælin eru 2.700 særðir að sögn palestínskra yfirvalda. Þau hafa kallað skothríð Ísraelshers „fjöldamorð“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi aðeins brugðist við í sjálfsvörn. Gærdagurinn var sá blóðugasti á Gasaströndinni í fjögur ár eða frá því í fimmtíu daga stríði á milli Ísraels og herskárra Palestínumanna árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna felldi tillögu um sjálfstæða rannsókn á drápum ísraelskra hermanna á tugum Palestínumanna í tengslum við mótmæli vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í gær. Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu þar sem lýst var reiði og sorg vegna dauða 58 Palestínumanna sem voru skotnir til bana við landamæragirðingu á Gasaströndinni í gær. Í henni var einnig kallað eftir „sjálfstæðri og gegnsærri“ rannsókn á blóðbaðinu og að aðildarríkin virtu ályktun öryggisráðsins um að þau kæmu ekki upp sendiskrifstofum í Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi komið í veg fyrir að yfirlýsingin væri samþykkt og birt.Standa með sjálfsvarnarrétti Ísraela Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem var afar umdeild og lagðist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gegn því í desember. Hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess jafnframt að Trump félli frá ákvörðuninni. Trump-stjórnin hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn Bandaríkjunum vegna málsins afleiðingum. Talsmaður Hvíta hússins kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldið við landamærin í gær. Lýsti hann fullum stuðningi ríkisstjórn Donalds Trump forseta við „rétt Ísraela til að verja sig“. Auk þeirra 58 Palestínumanna sem liggja í valnum eftir mótmælin eru 2.700 særðir að sögn palestínskra yfirvalda. Þau hafa kallað skothríð Ísraelshers „fjöldamorð“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi aðeins brugðist við í sjálfsvörn. Gærdagurinn var sá blóðugasti á Gasaströndinni í fjögur ár eða frá því í fimmtíu daga stríði á milli Ísraels og herskárra Palestínumanna árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33