Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 17:36 Sérstakur aukafundur var haldinn í allsherjarþinginu í dag. Vísir/AFP Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni. Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni.
Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent