Viltu fleiri klukkustundir? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2018 08:00 Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun