Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 23:30 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu. Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein