Þakklát fyrir mikla búbót Hjörvar Ólafsson skrifar 16. maí 2018 17:30 Það eru komnir meiri peningar fyrir frjálsíþróttafólkið okkar. vísir/ernir Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, samþykkti á fundi sínum í upphafi vikunnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aukinheldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrkveitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsambanda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðningsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreksfólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjálsíþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varðandi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistaramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþróttafólki. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, samþykkti á fundi sínum í upphafi vikunnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aukinheldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrkveitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsambanda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðningsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreksfólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjálsíþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varðandi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistaramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþróttafólki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira