150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 19:15 Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði. Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði.
Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04