Sjálfstæðismenn boða lækkun útsvars og stórframkvæmdir í vegamálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2018 20:30 Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2018 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2018 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira